Þýða vefsíðu með Firefox

Eitt það besta við internetið er að við getum nálgast efni úti um víða veröld. Hvort sem það eru fréttir, blogg eða jafnvel umsagnir um nýjasta tæknidótið, þá geturðu fundið allt slíkt á vefnum sem virðist endalaus. Með nýjasta þýðingareiginleika Firefox mun þetta verkfæri þýða vefsíður samfellt í rauntíma.

Þó að aðrir vafrar reiði sig á skýjaþjónustur, þá eru tungumálamódel Firefox-þýðingar sótt inn í vafra notandans og þýðingar þannig gerðar á staðnum, sem merkir að Mozilla skráir ekki hvaða vefsíður þú þýðir.

Þegar þú þýðir vefsíðu helst hún leynileg fyrir öðrum en þér

Þegar þýðingarnar þínar eru unnar staðbundið, þá fara engin gögn frá tækinu þínu og ekki þarf að reiða sig á skýjaþjónustu fyrir þýðingu. Þetta þýðir að Mozilla veit ekki hvaða vefsíður þú þýðir og gerir þýðingareiginleika okkar framúrskarandi í samanburði við önnur þýðingarverkfæri.

Hvaða tungumál eru studd núna?

Eftirfarandi tungumál eru nú studd af Firefox-þýðingar eiginleikanum:

  • عربي
  • Български
  • বাংলা
  • Català
  • Čeština
  • Dansk
  • Deutsch
  • Ελληνικά
  • English
  • Español
  • Eesti keel
  • فارسی
  • suomi
  • Français
  • עברית
  • Hrvatski
  • magyar
  • Bahasa Indonesia
  • Italiano
  • 日本語
  • ಕನ್ನಡ
  • 한국어
  • Lietuvių
  • Latviešu
  • മലയാളം
  • Melayu
  • Nederlands
  • Polski
  • Português
  • Română
  • Русский
  • slovenčina
  • Slovenščina
  • Shqip
  • Српски
  • Svenska
  • தமிழ்
  • తెలుగు
  • Türkçe
  • Українська
  • Tiếng Việt
  • 中文

Og fleiri tungumál eru í þróun!

Firefox talar tungumálið þitt

Firefox-þýðingar eiginleikinn er önnur leið þar sem Mozilla heldur internetinu persónulegu og einka fyrir þig. Mozilla fylgist ekki með hvaða vefsíður þú þýðir. Með milljónir notenda um allan heim vill Mozilla tryggja að þeir sem nota Firefox séu að læra, eiga samskipti, deila upplýsingum og vera upplýstir á eigin forsendum. Byrjaðu með þínu tungumáli með því að sækja Firefox.